Það gleður okkur að tilkynna að við eigum von á nýjum grískum sælkeravörum frá Spitiko um miðjan mars!
Spitiko er grískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ljúffengum miðjarðarhafs sælkeravörum. Spitiko þýðir ,,heima" eða ,,heimagert" á grísku en vörur þeirrar eru byggðar á nútímavæddum hefðbundnum grískum uppskriftum.
Spitiko leggur mikla áherslu á gæði varanna og umbúðanna og býður einungis upp á það besta sem völ er á hverju sinni. Einkunnarorð Spitiko eru „Unusual is Stylish“ og „Quality is everything“.
Vörurnar verða til sölu í vefversluninni okkar; bragðbættar ólífuolíur, balsamic vinegar, ólífumauk, hnetusmjör og fleira !
Ef þú vilt fá tilkynningu þegar nýju vörurnar eru komnar getur þú skráð þig á póstlistann okkar neðst á síðunni.