Árið 1955 ákvað Dimitris Andriotis að flytja frá þorpi sínu Agios Matheos í Suður Grikklandi til höfuðborgar Corfu, með það markmið í huga að opna ólífuolíuverslun. Verslunin þróaðist í samstarf með flestum ólífuolíuframleiðendum á svæðinu, allt frá litlum framleiðendum, sem komu með nokkrar flöskur af olíu, í framleiðendur sem komu inn með margar tunnur. Dimitris tók á móti öllum með stóru brosi. Í dag er Andriotis samheiti yfir áreiðanleika og gæði í ólífuolíubransanum.
Árið 2011 tók þriðja kynslóðin við fyrirtækinu, barnabörnin Giorgos og Dimitris. Þeir töldu grískar vörur ekki vera að fá þá athygli á alþjóðavísu sem þær ættu skilið og vildu tryggja að grísk ólífuolía væri meira en jöfn olíum frá öðrum löndum. Þeir lögðu áherslu á pakkningar og gæði olíunnar fyrir alþjóðlegan markað og framleiddu olíurnar Kopos og Buteli. Markmið þeirra var að framleiða vörur sem myndu endurspegla gríska matargerðarlist og allar þær minningar sem þeir hefðu frá samverustundum með vinum og fjölskyldu, sem fyrir okkur öllum, er hornsteinn lífsins.
Í dag selur Andriotis ólífuolíu um allan heim og hlýtur verðalun á hverju ári, ekki bara fyrir gæði olíunnar sjálfrar, heldur einnig fyrir umbúðirnar sem þykja framúrskarandi hvað bæði útlit og gæði varðar.
Spitiko er grískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ljúffengum miðjarðarhafs matvörum. Spitiko leggur mikla áherslu á gæði varanna og umbúðanna og býður aðeins upp á það besta sem völ er á hverju sinni.
Spitiko þýðir „heima“ eða „heimagert“ á grísku en vörur þeirra eru byggðar á nútímavæddum hefðbundnum grískum uppskriftum. Einkunnarorð Spitiko eru „Unusual is Stylish“ og „Quality is everything“.
Kir-Yianni er einn af leiðandi vínframleiðendum í Grikklandi, í fjölskyldueigu. Vínekran, sem þykir ein af þeim glæsilegustu í Grikklandi, er staðsett í héröðum Naoussa og Amyndeon í norðvestur Grikklandi. Víngerðin var stofnuð af Yiannis Boutaris, sem var leiðandi í gríska víngerðariðnaðinum í lok tíunda áratugarins. Víngerðin er nú rekin af syni hans Stellios, fjórðu kynslóð víngerðarmanna.
Vínin þeirra hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga bæði í Grikklandi og um allan heim.
Víngerðin Domaine Sigalas er staðsett á fallegu eyjunni Santorini, hinum friðsæla hluta eyjunnar Oia. Víngerðin er í eigu Kir-Yianni. Víngerðin var stofnuð af Paris Sigalas í byrjunar tíunda áratugarins og er einkum þekkt fyrir Assyrtiko þrúguna sína.
Santorini er eldfjallaeyja, vínekrurnar standa á eldfjallajarðvegi eyjunnar og er bragð vínanna talið skapa sér sérstöðu af því. Vínin þeirra hafa fengið mikla athygli um allan heim og hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.