NÝTT freyðivín !

Eftir mikla leit af framúrskarandi grísku freyðivíni höfum við fundið það!

Botanic Brut Sparkling White Wine kemur frá víngerðinni Nikolou Winery. Víngerðin er í fjölskyldueigu og er staðsett í Koroni rétt fyrir utan Aþenu.

Vínið er þurrt, ósætt með keim af greni og er ólíkt öllu freyðivíni sem við höfum smakkað !
Retsina aðferðin er notuð við fyrri gerjun á víninu sem gefur víninu þetta sérstaka grenibragð. Við seinni gerjun er hin klassíska kampavínsaðferð notuð.
Retsina aðferðin er mörg þúsund ára gömul aðferð sem notuð var af Rómverjum en flöskurnar þá voru ekki nógu einangraðar og komst því of mikið súrefni í vínið sem lét það skemmast fljótt. Notuðu þeir því trjákvoðu úr grenitrjám til þess að loka vínílátunum og halda loftinu úti.
Þessi aðferð (nútímavædd) hefur verið notuð síðan víðast hvar í Grikklandi við gerð hvítvína (og rósavína) en Botanic Brut er fyrsta freyðivínið sem gert er með þessari aðferð 🙌
Lýsing frá framleiðanda: Lemon yellow colour with fine persistent bubbles – pine aromas and masticha –full-bodied taste- botanical aromas with a long aftertaste.
Hægt er að panta vínið í vefverslun vínbúðarinnar.

 

Freyðivín VínSkildu eftir athugasemd