Ferli pöntunar

Við gerum okkar besta til að tryggja að allar pantanir sem berast fyrir kl. 13 séu afgreiddar og komið til dreifingaraðila samdægurs.

Það getur komið fyrir að varan sé ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundis ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkunum af völdum dreifingaraðila.

 

Sendingarmáti og sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við kassann. Verðin eru eftirfarandi:

  • DROPP á höfuðborgarsvæðinu 250 kr.
  • DROPP á landsbyggð 900 kr.
  • Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæði 1350 kr.
  • Heimkeyrsla utan höfuðborgarsvæðis (Akranes, Eyrarbakki, Hella, Hveragerði, Hvolsvöllur, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbær, Þorlákshöfn) 1450 kr.
  • Ef verslað er fyrir meira en 5.000 kr. er frí sending á Dropp staði á höfuðborgarsvæðinu og yfir 10.000 kr. utan höfuðborgarsvæðis.
  • Hér getur þú skoðað alla Dropp afhendingarstaði á landinu.  

 

Vöruskil

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru, gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Við bjóðum upp á fulla endurgreiðslu á skiluðum vörum.

Vörur sem keyptar eru á útsölu eða á sérstöku tilboði fæst hvorki skilað né skipt.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og viðskiptavinur sér sjálfur um að koma vörunni tilbaka til okkar, hvort sem hún er send til okkar eða komið er með hana til okkar.

 

 

Gölluð vara

Vinsamlegast hafðu samband við sigma@ektagriskt.is ef varan frá okkur er gölluð á einhvern hátt. Láttu okkur vita pöntunarnúmerið, hvað er að vörunni og sendu með myndir af gallanum, ef hægt er.

Þegar um gallaða vöru er að ræða bjóðum við viðskiptavinum upp á að fá annað eintak af sömu vöru og í sumum tilvikum endurgreiðslu eða afslátt. Þessi tilvik verða dæmd eftir umfangi galla.

Aðeins er tekið við gölluðum vörum ef þær hafa verið notaðar eins og tilætlast er af þeim. Þetta gildir ekki um eðlilegt slit eða ef varan hefur orðið fyrir slæmri meðhöndlun að mati Sigma ekta grískt.

 

Skemmdir í flutningi

Sigma ekta grískt. ber ekki ábyrgð á hvers kyns skemmdum sem gætu orðið á meðan flutningi stendur. Ef varan skemmist við flutning þá vinsamlega snúið ykkur til flutningafyrirtækis með ykkar kröfu.

 

Röng vara

Ef þú fékkst ranga vöru senda eða ef það vantaði vöru í sendinguna þína er best að hafa samband strax við sigma@ektagriskt.is Sendu með pöntunarnúmer og upplýsingar um pöntunina þína. Við gerum okkar besta til að leiðrétta mistökin fljótt og örugglega.

Ef eitthvað er óljóst varðandi vöruskil skaltu ekki hika við að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið sigma@ektagriskt.is