"Við hjónin vorum búsett í Grikklandi í 6 ár, bæði í Larissa og Aþenu. Á þeim tíma fengum að kynnast grískri menningu, matargerð og hversu mikið er í boði af fyrsta flokks gæðavörum.

Í byrjun sumars 2021 hófum við að flytja inn grísk vín. Við vildum gera grísk gæðavín aðgengileg Íslendingum en úrval gríska vína, sem og annarra vara, hefur verið takmarkað á Íslandi. Við höfðum alltaf í huga að auka við vöruúrvalið undir einu merki og til varð Sigma ekta grískt. Við leggjum mikla vinnu í að finna réttar vörur og eru allar okkar vörur framleiddar í Grikklandi, úr grískum hráefnum, með grískri ástríðu og eru þar með ekta grískar.

Okkar markmið er að bjóða Íslendingum upp á fyrsta flokks gæðavörur frá Grikklandi."

- Sandra og Ömmi

S ehf. | kt. 500321-0160 | vsk. nr. 140528 | sigma@ektagriskt.is